UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira