UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin. Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun. Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy. Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus. „UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC. „Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira