Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira