Forsætisráðherra býður sátt og ítarlegri umræðu í haust Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Þrátt fyrir mikil fundarhöld milli þingflokksformanna og formanna flokka með forseta Alingis í dag er enn tekist á um hvaða stóru mál, stjórnar og stjórnarandstöðu, á að afgreiða á Alþingi fyrir þinghlé. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðið upp á málamiðlun varðandi lækkun veiðileyfagjalds. „Það liggur auðvitað fyrir að það var gagnrýnt hversu seint það frumvarp kom fram. Það þyrfti tíma til að ræða það. Það sem ég hef lagt til er að við gefum okkur að við höldum óbreyttu ástandi í því máli til áramóta. Þá náum viðsömuleiðis samkomulagi um öll þau mál sem hér eru inni. Það eru eru um fjörtíu mál frá ríkisstjórninni og einhver mál frá stjórnarandstöðunni,“ segir forsætisráðherra. Ef fólk væri reiðubúið til að taka höndum saman um að ljúka þingstörfum með sómasamlegum hætti væri til þess vinnandi að vera ekki með þingið í deilum langt fram á sumar. Þá yrði hægt að taka umræðuna í haust þegar tíminn væri nægur. „Það liggur auðvitað fyrir og það er ábyrgð okkar allra að þinghaldið sé með góðum hætti. Ég hef lagt mikið upp úr því og ríkisstjórnin hefur lagt mikið upp úr því og ég tel að þetta sýni að okkur er full alvara með því,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Hlé var gert á þingfundum skömmu fyrir klukkan fjögur í dag vegna nefndarfunda. Reiknað er með að þingfundir hefjist aftur klukkan 19:30. Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Þrátt fyrir mikil fundarhöld milli þingflokksformanna og formanna flokka með forseta Alingis í dag er enn tekist á um hvaða stóru mál, stjórnar og stjórnarandstöðu, á að afgreiða á Alþingi fyrir þinghlé. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðið upp á málamiðlun varðandi lækkun veiðileyfagjalds. „Það liggur auðvitað fyrir að það var gagnrýnt hversu seint það frumvarp kom fram. Það þyrfti tíma til að ræða það. Það sem ég hef lagt til er að við gefum okkur að við höldum óbreyttu ástandi í því máli til áramóta. Þá náum viðsömuleiðis samkomulagi um öll þau mál sem hér eru inni. Það eru eru um fjörtíu mál frá ríkisstjórninni og einhver mál frá stjórnarandstöðunni,“ segir forsætisráðherra. Ef fólk væri reiðubúið til að taka höndum saman um að ljúka þingstörfum með sómasamlegum hætti væri til þess vinnandi að vera ekki með þingið í deilum langt fram á sumar. Þá yrði hægt að taka umræðuna í haust þegar tíminn væri nægur. „Það liggur auðvitað fyrir og það er ábyrgð okkar allra að þinghaldið sé með góðum hætti. Ég hef lagt mikið upp úr því og ríkisstjórnin hefur lagt mikið upp úr því og ég tel að þetta sýni að okkur er full alvara með því,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Hlé var gert á þingfundum skömmu fyrir klukkan fjögur í dag vegna nefndarfunda. Reiknað er með að þingfundir hefjist aftur klukkan 19:30.
Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23