Erlent

Segja Trump ekki stýra rannsókninni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í síðustu viku.
Brett Kavanaugh var mikið niðri fyrir við vitnaleiðslur í dómsmálanefnd í síðustu viku. Getty/Andrew Harnik - Pool
Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar.

Dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins samþykkti tilnefninguna á þriðjudag en kom því þó í gegn að rannsókn á Kavanaugh yrði opnuð á ný vegna ásakana kvenna á hendur tilnefnda um kynferðisbrot. Rannsóknin má ekki taka lengri tíma en viku.

Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði svo í gær að alríkislögreglan hefði frjálsar hendur og gæti rannsakað allar ásakanir á hendur Kavanaugh. NBC hafði greint frá því að forsetaembættið hefði bannað FBI að rannsaka ásökun Julie Swetnick um að Kavanaugh hefði staðið að hópnauðgunum.

Hæstiréttur kemur saman á mánudaginn. Eins og stendur eru þar einungis átta dómarar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×