Læknabekkirnir óvirkir meðan slysið er rannsakað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 13:02 Frá Læknavaktinni á Háaleitisbraut. vísir/vilhelm Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira