Óttaðist um líf tveggja ára dóttur sinnar er hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 19:10 Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni í gær. Hann var staddur með dóttur sína á Landspítalanum þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum. Mynd/Samsett Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira