Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:45 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. fréttablaðið/anton brink Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira