Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira