Íslenska ríkið sýknað vegna kaupa á jörðinni Felli Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 14:28 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið ehf. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent