Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 20:42 Liðin tvö stilltu sér upp á hefbundinn hátt til að hlýða á þjóðsöngva landanna. Skjáskot Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00