Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 20:42 Liðin tvö stilltu sér upp á hefbundinn hátt til að hlýða á þjóðsöngva landanna. Skjáskot Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00