Ragnar: Verðum að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:29 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir leik. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira