Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu sem hefði tryggt Argentínu sigurinn gegn Íslandi í fyrstsa leik liðanna á HM í Rússlandi í dag. Hannes Þór Halldórsson las Messi vel og varði örugglega frá honum.
Liðsfélagi Messi, og markaskorari Argentínu úr leiknum í dag, Sergio Aguero kom honum til varnar í viðtölum eftir leikinn og sagði vítaspyrnuklúðrið sanna að Messi sé mennskur.
„Fyrsti leikurinn er alltaf erfiðastur. Það vilja allir spila við okkur,“ sagði Aguero við argentínsku sjónvarpsstöðina TyC Sports eftir leikinn.
„Þeir lágu í vörn og einu færin þeirra komu eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst þeir hafa fagnað jafnteflinu sem sigri.“
„Leo sýndi að hann er mannlegur. Við styðjum við bakið á honum, hann átti slæman dag en við vitum það að hann getur unnið fyrir okkur leiki upp úr þurru.“
„Ég vona að hann eigi betri dag gegn Króötum,“ sagði Sergio Aguero.
Aguero: Messi sýndi að hann er mennskur

Tengdar fréttir

Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki
Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa.

Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar
Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu.

Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar.

Messi: „Við áttum skilið að vinna“
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi á viðtalssvæði blaðamanna á Spartak-vellinum í Moskvu í dag.