Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2018 00:42 Sólveig Anna Jónsdóttir er í skýjunum, ætlar að fagna í nótt en mæta galvösk í fyrramálið á leikskólann þar sem hún starfar og gefa börnunum lýsi og hafragraut. Vísir/Ernir „Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“ Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
„Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30