Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2018 20:45 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45