Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:00 Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“ Kosningar 2018 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“
Kosningar 2018 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira