Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 19:15 Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með. Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með.
Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46