Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. mars 2018 13:46 Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30