Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 11:57 Björgunarsveitarmenn að störfum í Kópavogi í morgun. Sigurður Ólafur Sigurðsson Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur. Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur.
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34
Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06