Innlent

Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð.
Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð. Vísir/Anton Brink.
Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. Þeir farþegar sem sátu fastir í vélunum hvað lengst vegna veðurs voru þar í um 80 mínútur.

Miklar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna óveðurs sem geisað hefur á suðvesturhorni landsins og var til dæmis vélum Icelandair frá Norður-Ameríku seinkað þar sem veðrið var fyrirséð.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltúa ISAVIA, er verið að byrja að hleypa fólki frá borði en alls lentu nítján vélar á vellinum í morgun.

„Fyrstu vélarnar lentu um klukkan níu í morgun svo farþegarnir voru búnir að bíða mislengi í vélunum. Þær vélar sem voru búnar að bíða hvað lengst voru búnar að bíað í um 80 mínútur,“ segir Guðjón.

Þrjár aðrar vélar eru svo nýlentar á Keflavíkurflugvelli en þær bíða eftir því að komast að flugstöðinni.

„Það er verið að vinna í því að tæma þær vélar sem voru búnar að vera að bíða, snúa þeim við og leggja af stað sem eru að bíða í flugstöðinni. Þá losnar pláss fyrir þessar sem voru að lenda. Það er verið að vinna þetta eins hratt og mögulegt er.“


Tengdar fréttir

Lægðirnar koma á færibandi í vikunni

Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×