Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Eva Dögg Þorsteinsdóttir „Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Sjá meira
„Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00