Bale gæti verið kyrr hjá Real: Bíður eftir nýjum stjóra eða tilboði frá United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2018 16:30 Gareth Bale með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty Gareth Bale ætlar að bíða eftir því að Real Madrid ráði nýjan knattspyrnustjóra áður en hann ákveður framtíð sína. Brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu eykur líkurnar á því að Bale verði áfram í Madrid. Bale tryggði Real Madrid sigurinn í Meistaradeild Evrópu með tveimur mörkum í úrslitaleiknum gegn Liverpool í lok maí. Í viðtölum eftir úrslitaleikinn ýjaði hann hins vegar að því að leikurinn hafi verið sá síðasti fyrir Real þar sem hann vildi fá meiri spilatíma. Samband Bale og knattspyrnustjórans Zidane var nokkuð stormasamt og talaði Zidane meðal annars ekki við Bale í þrjá tíma að kvöldi úrslitaleiksins eftir ummæli Walesverjans. Zidane tilkynnti öllum að óvörum að hann hefði sagt starfi sínu lausu aðeins nokkrum dögum eftir Evrópusigurinn. Uppsögn Zidane er sögð hafa sett áætlanir Bale úr skorðum þar sem hann sé tilbúinn að bíða eftir nýjum stjóra og hans sýn áður en hann taki ákvörðun, sérstaklega ef Manchester United gerir ekki kauptilboð í hann. Heimildarmenn breska blaðsins Independent segja Bale ekki vilja fara til hvaða félags sem er heldur sé listinn mjög stuttur. Þar er United efst á óskalistanum, ákveði hann að fara, og hefur hugur Bale leitað þangað síðustu mánuði. Þá er endurkoma til Tottenham á lista Bale en þau skipti eru talin ólíkleg af fjárhagsástæðum. Nágrannar Tottenham í Chelsea gætu einnig gert hosur sínar grænar fyrir leikmanninum. Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fjarverandi í kynningu Real á nýju treyjunum │Á förum frá Spáni? Orðrómurinn um að Cristiano Ronaldo sé á leið frá Real Madrid er orðinn enn háværari eftir að hann var ekki með í myndatöku á nýjum búningum Madrid fyrir næstu helgi. 29. maí 2018 21:45 Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00 Real vill Pochettino í stað Zidane Real Madrid vill Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem sinn næsta stjóra ef marka má fréttir Sky Sports í morgun. 1. júní 2018 09:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Gareth Bale ætlar að bíða eftir því að Real Madrid ráði nýjan knattspyrnustjóra áður en hann ákveður framtíð sína. Brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu eykur líkurnar á því að Bale verði áfram í Madrid. Bale tryggði Real Madrid sigurinn í Meistaradeild Evrópu með tveimur mörkum í úrslitaleiknum gegn Liverpool í lok maí. Í viðtölum eftir úrslitaleikinn ýjaði hann hins vegar að því að leikurinn hafi verið sá síðasti fyrir Real þar sem hann vildi fá meiri spilatíma. Samband Bale og knattspyrnustjórans Zidane var nokkuð stormasamt og talaði Zidane meðal annars ekki við Bale í þrjá tíma að kvöldi úrslitaleiksins eftir ummæli Walesverjans. Zidane tilkynnti öllum að óvörum að hann hefði sagt starfi sínu lausu aðeins nokkrum dögum eftir Evrópusigurinn. Uppsögn Zidane er sögð hafa sett áætlanir Bale úr skorðum þar sem hann sé tilbúinn að bíða eftir nýjum stjóra og hans sýn áður en hann taki ákvörðun, sérstaklega ef Manchester United gerir ekki kauptilboð í hann. Heimildarmenn breska blaðsins Independent segja Bale ekki vilja fara til hvaða félags sem er heldur sé listinn mjög stuttur. Þar er United efst á óskalistanum, ákveði hann að fara, og hefur hugur Bale leitað þangað síðustu mánuði. Þá er endurkoma til Tottenham á lista Bale en þau skipti eru talin ólíkleg af fjárhagsástæðum. Nágrannar Tottenham í Chelsea gætu einnig gert hosur sínar grænar fyrir leikmanninum.
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo fjarverandi í kynningu Real á nýju treyjunum │Á förum frá Spáni? Orðrómurinn um að Cristiano Ronaldo sé á leið frá Real Madrid er orðinn enn háværari eftir að hann var ekki með í myndatöku á nýjum búningum Madrid fyrir næstu helgi. 29. maí 2018 21:45 Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00 Real vill Pochettino í stað Zidane Real Madrid vill Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem sinn næsta stjóra ef marka má fréttir Sky Sports í morgun. 1. júní 2018 09:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Ronaldo fjarverandi í kynningu Real á nýju treyjunum │Á förum frá Spáni? Orðrómurinn um að Cristiano Ronaldo sé á leið frá Real Madrid er orðinn enn háværari eftir að hann var ekki með í myndatöku á nýjum búningum Madrid fyrir næstu helgi. 29. maí 2018 21:45
Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00
Real vill Pochettino í stað Zidane Real Madrid vill Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem sinn næsta stjóra ef marka má fréttir Sky Sports í morgun. 1. júní 2018 09:30
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50