„Marcus þurfti hjálp, ekki dauða“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 13:37 Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Vísir/AP Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira