Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 12:50 Hugleikur Dagsson má ekki selja boli með víkingaklapps-„HÚ-inu“ því það er skráð vörumerki. Hugleikur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að árið 2016 teiknaði hann manneskju í íslensku landsliðstreyjunni að framkvæma Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ“ í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. Hugleikur segir það hafa komið þeim á óvart að einhver gæti eignað sér þetta hljóð og hvernig það er stafsett. Þá stæði heldur ekki „HÚH!“ á bolunum heldur „HÚ!“ sem Hugleiki finnst vera eðlilegri ritháttur á þessu orði eða hljóði. Þau settu sig í samband við Einkaleyfastofu sem tjáði þeim að „HÚH!“ og „HÚ!“ væri sama orðið. Hugleikur segir að aðstandendur vefverslunarinnar Dagsson.com megi því ekki prenta þessa mynd á boli. Hugleikur segir því mikið framboð af þessum bolum sem þau þurfa að losna við og ætla að gefa helming ágóðans til Krabbameinsfélags Íslands.Á vef Einkaleyfastofu kemur fram að sá sem á Húh! heitir Gunnar Þór Andrésson sem sótti um að fá Húh! skráð sem vörumerki 7. júlí árið 2016 og fékk það samþykkt 30. september sama ár. Samkvæmt skráningunni gildir leyfið til 30. september árið 2026. Er Gunnar með Húh! skráð í vöru- og þjónustuflokkum sem bera númerin 25, 32 og 33. Það þýðir að hann hefur leyfi til að prenta Húh! á fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, bjór, ölkelduvatn, gosdrykki og aðra óáfenga drykki; ávaxtadrykki og ávaxtasafa; þykkni og önnur efni til drykkjargerðar, einnig á áfenga drykki (nema bjór). Uppfært klukkan 14:00: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Húh! væri varið einkaleyfi. Það er rangt. Hið rétta er að Gunnar Þór fékk það skráð sem vörumerki og getur notað það á þeim vöruflokkum sem taldir eru upp í fréttinni. Uppfært klukkan 14:30: Eftirfarandi svar barst frá Einkaleyfastofu vegna fyrirspurnar Vísis um málið. Þar segir:Aðilinn á skráð orðið „Húh!“ og á því einkarétt á að nota það sem vörumerki fyrir þær vörur og þjónustur sem eru tilgreindar í skráningunni.Tilgangur vörumerkja er fyrst og fremst að aðgreina vörur á markaði þannig að neytendur geti greint vörur eins aðila frá vörum annars.Það er ekki bannað að segja „Húh!“. Það má enn nota víkingaklappið í Laugardalnum. Vörumerkið hindrar aðeins aðra aðila að nota það í viðskiptalegum tilgangi fyrir þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir.Það er hins vegar ávallt hægt að fara fram á niðurfellingu vörumerkis. Til dæmis ef aðili telur sig eiga betri rétt til þess vegna fyrri notkunar. Þá er einnig hægt að fara fram á niðurfellingu skráningarinnar ef aðili telur að það sé of almennt og allir eigi þar af leiðandi að geta notað það. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Hugleikur Dagsson má ekki selja boli með víkingaklapps-„HÚ-inu“ því það er skráð vörumerki. Hugleikur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að árið 2016 teiknaði hann manneskju í íslensku landsliðstreyjunni að framkvæma Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ“ í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. Hugleikur segir það hafa komið þeim á óvart að einhver gæti eignað sér þetta hljóð og hvernig það er stafsett. Þá stæði heldur ekki „HÚH!“ á bolunum heldur „HÚ!“ sem Hugleiki finnst vera eðlilegri ritháttur á þessu orði eða hljóði. Þau settu sig í samband við Einkaleyfastofu sem tjáði þeim að „HÚH!“ og „HÚ!“ væri sama orðið. Hugleikur segir að aðstandendur vefverslunarinnar Dagsson.com megi því ekki prenta þessa mynd á boli. Hugleikur segir því mikið framboð af þessum bolum sem þau þurfa að losna við og ætla að gefa helming ágóðans til Krabbameinsfélags Íslands.Á vef Einkaleyfastofu kemur fram að sá sem á Húh! heitir Gunnar Þór Andrésson sem sótti um að fá Húh! skráð sem vörumerki 7. júlí árið 2016 og fékk það samþykkt 30. september sama ár. Samkvæmt skráningunni gildir leyfið til 30. september árið 2026. Er Gunnar með Húh! skráð í vöru- og þjónustuflokkum sem bera númerin 25, 32 og 33. Það þýðir að hann hefur leyfi til að prenta Húh! á fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, bjór, ölkelduvatn, gosdrykki og aðra óáfenga drykki; ávaxtadrykki og ávaxtasafa; þykkni og önnur efni til drykkjargerðar, einnig á áfenga drykki (nema bjór). Uppfært klukkan 14:00: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Húh! væri varið einkaleyfi. Það er rangt. Hið rétta er að Gunnar Þór fékk það skráð sem vörumerki og getur notað það á þeim vöruflokkum sem taldir eru upp í fréttinni. Uppfært klukkan 14:30: Eftirfarandi svar barst frá Einkaleyfastofu vegna fyrirspurnar Vísis um málið. Þar segir:Aðilinn á skráð orðið „Húh!“ og á því einkarétt á að nota það sem vörumerki fyrir þær vörur og þjónustur sem eru tilgreindar í skráningunni.Tilgangur vörumerkja er fyrst og fremst að aðgreina vörur á markaði þannig að neytendur geti greint vörur eins aðila frá vörum annars.Það er ekki bannað að segja „Húh!“. Það má enn nota víkingaklappið í Laugardalnum. Vörumerkið hindrar aðeins aðra aðila að nota það í viðskiptalegum tilgangi fyrir þær vörur eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir.Það er hins vegar ávallt hægt að fara fram á niðurfellingu vörumerkis. Til dæmis ef aðili telur sig eiga betri rétt til þess vegna fyrri notkunar. Þá er einnig hægt að fara fram á niðurfellingu skráningarinnar ef aðili telur að það sé of almennt og allir eigi þar af leiðandi að geta notað það.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira