Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Íslandsbanki flúði myglu- og rakaskemmdar höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand. Einhverjir starfsmenn glíma þó enn við eftirköstin af þeim. Íslandsbanki leggur til að húsnæðið á Kirkjusandi verði rifið Vísir/Vilhelm Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57
Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00