Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða jón hákon halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira