„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 21:30 Sigvaldi er faðir pilts á átjánda ári og segir hann kerfið hafa brugðist honum og fjölskyldunni síðustu ár vísir Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16