Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, sérstaklega yngri, þurfi sértækari aðstoð Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan. Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan.
Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16