Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, sérstaklega yngri, þurfi sértækari aðstoð Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan. Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan.
Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16