Fjórföldun skógræktar sé arðbær fjárfesting Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Aðalsteinn Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira