Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Forstjóri Landspítalans segir að síðustu tvö árin hafi fjölgun ferðamanna verið tekin inn í áætlanir Landspítalans. Vísir Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Fjölgun erlendra einstaklinga hér á landi, bæði ferðamanna og vinnuafls, hefur í för með sér mikið álag á Landspítala háskólasjúkrahús en tekjur LSH af ósjúkratryggðum einstaklingum voru um 870 milljónir í fyrra. Landspítalinn þarf ekki lengur að reiða sig á gjafir frá utanaðkomandi aðilum. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra LSH, á ársfundi spítalans sem haldinn var í gær. Fjölgun ferðamanna er hlutfallslega meiri en meðal íbúa landsins á næstu árum. Einnig mun fjölga á þessu ári um sex til sjö prósent í hópnum 60-80 ára og eru það einstaklingar sem þurfa á mestri sjúkrahúsþjónustu að halda, sjúkrahúsþjónustu sem er hlutfallslega mjög dýr miðað við aðra aldurshópa.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmFjölgun erlendra ferðamanna og erlends vinnuafls á landinu krefst þess að spítalinn veiti meiri og ítarlegri þjónustu en hann hefur gert. Tekjur Landspítalans af erlendum ferðamönnum voru til að mynda um 875 milljónir króna í fyrra. Þessu fylgir einnig meira álag á starfsmenn. Sjúkrahúsið þarf að taka þessa fjölgun með í reikninginn. „Við höfum gert það síðustu tvö árin að taka inn í áætlun okkar fjölgun ferðamanna. Það fylgir þeim líka öðruvísi aðstoð með ítarlegri leiðbeiningum sem taka meiri tíma. Einnig eru þetta mikið til alvarleg slys og því fylgir einnig álag á gjörgæslu sem er þétt setin fyrir,“ segir Páll. „Einnig má ekki gleyma auknum fjölda erlends starfsfólks sem hingað kemur í uppgangi efnahagslífsins. Þar þarf oft á túlkaþjónustu að halda með annars konar álagi. Því er í mörg horn að líta þegar kemur að þessum tveimur hópum.“ Stærsta ógnin að mati Páls er alþjóðlegur vandi sem sést víða í hinum vestræna heimi. „Spítalar á Vesturlöndum virðast standa frammi fyrir sama vandanum sem er mönnun, þá helst hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga og sjúkraliða en einnig annarra stétta innan sjúkrahúsa. Á álagsríkum deildum er hætta á kulnun í starfi meiri. LSH sem vinnuveitandi getur bætt það upp með meiri sveigjanleika fyrir starfsfólk og aukinni áherslu á endurmenntun. Við erum að vinna að því að innleiða slíka ferla hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið. 11. janúar 2018 06:00