Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 vísir/vilhelm Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira