Framtíðin er björt fyrir krabbameinslækningar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. desember 2018 08:00 Breytir miklu að þurfa ekki að senda sjúklinga utan, segir Örvar Gunnarsson um jáeindaskannann. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangursríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlöndum að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“ Þá nefnir hann sérstaklega lyfjamálin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til uppgötvana hinna nýbökuðu Nóbelsverðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabbameins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raunverulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“ Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóðum. „Raunveruleikinn er líka þannig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í langflestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari samheitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með tilliti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangursríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlöndum að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“ Þá nefnir hann sérstaklega lyfjamálin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til uppgötvana hinna nýbökuðu Nóbelsverðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabbameins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raunverulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“ Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóðum. „Raunveruleikinn er líka þannig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í langflestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari samheitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með tilliti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira