37 ára fyrrum neðri deildar spilari gæti tekið við fótboltamálunum hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2018 12:30 Það er dökkt yfir Old Trafford þessa dagana vísir/getty Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United út tímabilið eins og fram hefur komið en stóra spurningin er hvað gerist á Old Trafford næsta sumar. Hver tekur við liðinu til framtíðar og verður ráðinn yfirmaður knattspyrnumála? Ensk félög eru almennt hrifnari af því að vera með hina svokölluðu knattspyrnustjóra sem að bæði stýra liðinu sem spilar inn á vellinum og nánast öllu sem fótboltanum tengist utan vallar eins og að kaupa leikmenn og að hugsa til framtíðar. Á meginlandinu er algengara að vera með yfirþjálfara og svo yfirmann knattspyrnumála sem hugsar um hagsmuni félagsins til framtíðar en Manchester City hefur t.a.m. tekið upp þessa hugmyndafræði. Það réði Spánverjann Txiki Begiristain árið 2012 og lagði þannig grunninn að því að ráða Pep Guardiola árið 2016.Í ítarlegri grein BBC er farið yfir nákvæmlega hvað yfirmaður knattspyrnumála og er vitnað í menn á borð við Begiristain og Damien Comolli sem sinnti sama starfi hjá Tottenham.Er Paul Mitchell rétti maðurinn?En, hver gæti orðið fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Nafnið sem hefur skotið upp síðustu daga er Paul Mitchell, 37 ára gamall Manchester-maður sem spilaði með neðri deildar liðum á borð við Wigan, MK Dons og Barnet áður en hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gamall. Mitchell var ekki lengi að finna sér starf í fótboltanum eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann þykir mikill fótboltahugsuður og góður að finna leikmenn og það sá Karl Robinson, þáverandi knattspyrnustjóri MK Dons sem gerði hann að yfirmanni leikmannamála árið 2010. Hann vakti mikla athygli þar og fékk sama starf hjá Southampton aðeins þrítugur árið 2012 en Mitchell átti sinn þátt í því að Southampton komst upp í úrvalsdeildina sama ár. Aðeins tveimur árum síðar var Mitchell kominn til Tottenham en Mauricio Pochettino vissi hvað hann gat og vildi fá hann með sér til Lundúna. Mithcell átti átt í því að fá leikmenn til Tottenham á borð við Dele Alli, Kieran Tripper og Toby Alderweireld en hann yfirgaf svo Tottenham í mars 2017 og gerðist yfirmaður leikmannamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem að hann sér einnig um þróun yngri leikmanna.Mitchell gæti lokkað Pochettinho á Old Trafford.vísir/gettyGary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og helsti sparkspekingur Sky Sports, hefur bent á Manchester-manninn Mitchell sem næsta yfirmann knattspyrnumála hjá United því hann hefur allt þrennt sem þarf til: Geta komið ungum leikmönnum alla leið í aðalliðið, stuðlað að því að liðið spili góðan fótbolta og auðvitað unnið fótboltaleiki. Manchester United er sagt vera mjög áhugasamt um að fá Mauricio Pochettino til félagsins næsta sumar og telja sumir að það myndi hjálpa mikið til að fá Mitchell til félagsins. Hann gæti hjálpað til við að lokka Argentínumanninn á Old Trafford en saman létu þeir Southampton og Tottenham spila góðan fótbolta. Mitchell fékk leikmenn á borð við Sadio Mané og Dusan Tadic til Southampton og eru þeir Pochettino enn þá mjög nánir. Spurningin er væntanlega bara hvort að Paul Mitchell sé nógu stórt nafn til að rata inn á borðið hjá Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30 Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United út tímabilið eins og fram hefur komið en stóra spurningin er hvað gerist á Old Trafford næsta sumar. Hver tekur við liðinu til framtíðar og verður ráðinn yfirmaður knattspyrnumála? Ensk félög eru almennt hrifnari af því að vera með hina svokölluðu knattspyrnustjóra sem að bæði stýra liðinu sem spilar inn á vellinum og nánast öllu sem fótboltanum tengist utan vallar eins og að kaupa leikmenn og að hugsa til framtíðar. Á meginlandinu er algengara að vera með yfirþjálfara og svo yfirmann knattspyrnumála sem hugsar um hagsmuni félagsins til framtíðar en Manchester City hefur t.a.m. tekið upp þessa hugmyndafræði. Það réði Spánverjann Txiki Begiristain árið 2012 og lagði þannig grunninn að því að ráða Pep Guardiola árið 2016.Í ítarlegri grein BBC er farið yfir nákvæmlega hvað yfirmaður knattspyrnumála og er vitnað í menn á borð við Begiristain og Damien Comolli sem sinnti sama starfi hjá Tottenham.Er Paul Mitchell rétti maðurinn?En, hver gæti orðið fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Nafnið sem hefur skotið upp síðustu daga er Paul Mitchell, 37 ára gamall Manchester-maður sem spilaði með neðri deildar liðum á borð við Wigan, MK Dons og Barnet áður en hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gamall. Mitchell var ekki lengi að finna sér starf í fótboltanum eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann þykir mikill fótboltahugsuður og góður að finna leikmenn og það sá Karl Robinson, þáverandi knattspyrnustjóri MK Dons sem gerði hann að yfirmanni leikmannamála árið 2010. Hann vakti mikla athygli þar og fékk sama starf hjá Southampton aðeins þrítugur árið 2012 en Mitchell átti sinn þátt í því að Southampton komst upp í úrvalsdeildina sama ár. Aðeins tveimur árum síðar var Mitchell kominn til Tottenham en Mauricio Pochettino vissi hvað hann gat og vildi fá hann með sér til Lundúna. Mithcell átti átt í því að fá leikmenn til Tottenham á borð við Dele Alli, Kieran Tripper og Toby Alderweireld en hann yfirgaf svo Tottenham í mars 2017 og gerðist yfirmaður leikmannamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem að hann sér einnig um þróun yngri leikmanna.Mitchell gæti lokkað Pochettinho á Old Trafford.vísir/gettyGary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og helsti sparkspekingur Sky Sports, hefur bent á Manchester-manninn Mitchell sem næsta yfirmann knattspyrnumála hjá United því hann hefur allt þrennt sem þarf til: Geta komið ungum leikmönnum alla leið í aðalliðið, stuðlað að því að liðið spili góðan fótbolta og auðvitað unnið fótboltaleiki. Manchester United er sagt vera mjög áhugasamt um að fá Mauricio Pochettino til félagsins næsta sumar og telja sumir að það myndi hjálpa mikið til að fá Mitchell til félagsins. Hann gæti hjálpað til við að lokka Argentínumanninn á Old Trafford en saman létu þeir Southampton og Tottenham spila góðan fótbolta. Mitchell fékk leikmenn á borð við Sadio Mané og Dusan Tadic til Southampton og eru þeir Pochettino enn þá mjög nánir. Spurningin er væntanlega bara hvort að Paul Mitchell sé nógu stórt nafn til að rata inn á borðið hjá Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30 Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30
Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00