37 ára fyrrum neðri deildar spilari gæti tekið við fótboltamálunum hjá United Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2018 12:30 Það er dökkt yfir Old Trafford þessa dagana vísir/getty Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United út tímabilið eins og fram hefur komið en stóra spurningin er hvað gerist á Old Trafford næsta sumar. Hver tekur við liðinu til framtíðar og verður ráðinn yfirmaður knattspyrnumála? Ensk félög eru almennt hrifnari af því að vera með hina svokölluðu knattspyrnustjóra sem að bæði stýra liðinu sem spilar inn á vellinum og nánast öllu sem fótboltanum tengist utan vallar eins og að kaupa leikmenn og að hugsa til framtíðar. Á meginlandinu er algengara að vera með yfirþjálfara og svo yfirmann knattspyrnumála sem hugsar um hagsmuni félagsins til framtíðar en Manchester City hefur t.a.m. tekið upp þessa hugmyndafræði. Það réði Spánverjann Txiki Begiristain árið 2012 og lagði þannig grunninn að því að ráða Pep Guardiola árið 2016.Í ítarlegri grein BBC er farið yfir nákvæmlega hvað yfirmaður knattspyrnumála og er vitnað í menn á borð við Begiristain og Damien Comolli sem sinnti sama starfi hjá Tottenham.Er Paul Mitchell rétti maðurinn?En, hver gæti orðið fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Nafnið sem hefur skotið upp síðustu daga er Paul Mitchell, 37 ára gamall Manchester-maður sem spilaði með neðri deildar liðum á borð við Wigan, MK Dons og Barnet áður en hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gamall. Mitchell var ekki lengi að finna sér starf í fótboltanum eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann þykir mikill fótboltahugsuður og góður að finna leikmenn og það sá Karl Robinson, þáverandi knattspyrnustjóri MK Dons sem gerði hann að yfirmanni leikmannamála árið 2010. Hann vakti mikla athygli þar og fékk sama starf hjá Southampton aðeins þrítugur árið 2012 en Mitchell átti sinn þátt í því að Southampton komst upp í úrvalsdeildina sama ár. Aðeins tveimur árum síðar var Mitchell kominn til Tottenham en Mauricio Pochettino vissi hvað hann gat og vildi fá hann með sér til Lundúna. Mithcell átti átt í því að fá leikmenn til Tottenham á borð við Dele Alli, Kieran Tripper og Toby Alderweireld en hann yfirgaf svo Tottenham í mars 2017 og gerðist yfirmaður leikmannamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem að hann sér einnig um þróun yngri leikmanna.Mitchell gæti lokkað Pochettinho á Old Trafford.vísir/gettyGary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og helsti sparkspekingur Sky Sports, hefur bent á Manchester-manninn Mitchell sem næsta yfirmann knattspyrnumála hjá United því hann hefur allt þrennt sem þarf til: Geta komið ungum leikmönnum alla leið í aðalliðið, stuðlað að því að liðið spili góðan fótbolta og auðvitað unnið fótboltaleiki. Manchester United er sagt vera mjög áhugasamt um að fá Mauricio Pochettino til félagsins næsta sumar og telja sumir að það myndi hjálpa mikið til að fá Mitchell til félagsins. Hann gæti hjálpað til við að lokka Argentínumanninn á Old Trafford en saman létu þeir Southampton og Tottenham spila góðan fótbolta. Mitchell fékk leikmenn á borð við Sadio Mané og Dusan Tadic til Southampton og eru þeir Pochettino enn þá mjög nánir. Spurningin er væntanlega bara hvort að Paul Mitchell sé nógu stórt nafn til að rata inn á borðið hjá Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30 Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United út tímabilið eins og fram hefur komið en stóra spurningin er hvað gerist á Old Trafford næsta sumar. Hver tekur við liðinu til framtíðar og verður ráðinn yfirmaður knattspyrnumála? Ensk félög eru almennt hrifnari af því að vera með hina svokölluðu knattspyrnustjóra sem að bæði stýra liðinu sem spilar inn á vellinum og nánast öllu sem fótboltanum tengist utan vallar eins og að kaupa leikmenn og að hugsa til framtíðar. Á meginlandinu er algengara að vera með yfirþjálfara og svo yfirmann knattspyrnumála sem hugsar um hagsmuni félagsins til framtíðar en Manchester City hefur t.a.m. tekið upp þessa hugmyndafræði. Það réði Spánverjann Txiki Begiristain árið 2012 og lagði þannig grunninn að því að ráða Pep Guardiola árið 2016.Í ítarlegri grein BBC er farið yfir nákvæmlega hvað yfirmaður knattspyrnumála og er vitnað í menn á borð við Begiristain og Damien Comolli sem sinnti sama starfi hjá Tottenham.Er Paul Mitchell rétti maðurinn?En, hver gæti orðið fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Nafnið sem hefur skotið upp síðustu daga er Paul Mitchell, 37 ára gamall Manchester-maður sem spilaði með neðri deildar liðum á borð við Wigan, MK Dons og Barnet áður en hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gamall. Mitchell var ekki lengi að finna sér starf í fótboltanum eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann þykir mikill fótboltahugsuður og góður að finna leikmenn og það sá Karl Robinson, þáverandi knattspyrnustjóri MK Dons sem gerði hann að yfirmanni leikmannamála árið 2010. Hann vakti mikla athygli þar og fékk sama starf hjá Southampton aðeins þrítugur árið 2012 en Mitchell átti sinn þátt í því að Southampton komst upp í úrvalsdeildina sama ár. Aðeins tveimur árum síðar var Mitchell kominn til Tottenham en Mauricio Pochettino vissi hvað hann gat og vildi fá hann með sér til Lundúna. Mithcell átti átt í því að fá leikmenn til Tottenham á borð við Dele Alli, Kieran Tripper og Toby Alderweireld en hann yfirgaf svo Tottenham í mars 2017 og gerðist yfirmaður leikmannamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem að hann sér einnig um þróun yngri leikmanna.Mitchell gæti lokkað Pochettinho á Old Trafford.vísir/gettyGary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og helsti sparkspekingur Sky Sports, hefur bent á Manchester-manninn Mitchell sem næsta yfirmann knattspyrnumála hjá United því hann hefur allt þrennt sem þarf til: Geta komið ungum leikmönnum alla leið í aðalliðið, stuðlað að því að liðið spili góðan fótbolta og auðvitað unnið fótboltaleiki. Manchester United er sagt vera mjög áhugasamt um að fá Mauricio Pochettino til félagsins næsta sumar og telja sumir að það myndi hjálpa mikið til að fá Mitchell til félagsins. Hann gæti hjálpað til við að lokka Argentínumanninn á Old Trafford en saman létu þeir Southampton og Tottenham spila góðan fótbolta. Mitchell fékk leikmenn á borð við Sadio Mané og Dusan Tadic til Southampton og eru þeir Pochettino enn þá mjög nánir. Spurningin er væntanlega bara hvort að Paul Mitchell sé nógu stórt nafn til að rata inn á borðið hjá Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30 Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi. 20. desember 2018 10:30
Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins. 20. desember 2018 11:00