Fjörugur síðari hálfleikur en jafntefli niðurstaðan í nýliðaslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. desember 2018 14:15 Sessegnon kemur Fulham yfir. vísir/getty Fulham og Wolves gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en alls eru níu leikir á dagskrá úrvalsdeildarinnar í dag. Markalaust var í fyrri hálfleik en það var varamaðurinn Ryan Sessegnon sem kom Fulham yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tíu mínútum síðar jöfnuðu gestirnir en eftir darraðadans var það miðjumaðurinn Romain Saiss sem kom boltanum að endingu yfir línuna. Þetta var ellefti leikurinn í röð sem Fulham fær mark eða mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli. Geta einfaldlega ekki haldið hreinu. Fulham er áfram í fallsæti. Liðið er í nítjánda sætinu með ellefu stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Wolves er í níunda sætinu með 26 stig. Enski boltinn
Fulham og Wolves gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en alls eru níu leikir á dagskrá úrvalsdeildarinnar í dag. Markalaust var í fyrri hálfleik en það var varamaðurinn Ryan Sessegnon sem kom Fulham yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tíu mínútum síðar jöfnuðu gestirnir en eftir darraðadans var það miðjumaðurinn Romain Saiss sem kom boltanum að endingu yfir línuna. Þetta var ellefti leikurinn í röð sem Fulham fær mark eða mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli. Geta einfaldlega ekki haldið hreinu. Fulham er áfram í fallsæti. Liðið er í nítjánda sætinu með ellefu stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Wolves er í níunda sætinu með 26 stig.