Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2018 20:30 Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00