Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 19:30 Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið. Vísir/vilhelm Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún er sátt við niðurstöðuna þar sem allar helstu kröfur hennar á hendur félaginu standi, meðal annars varðandi brottrekstur hennar úr félaginu. Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður hugðist bjóða sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en mætti ýmsum hindrunum á þeirri leið, meðal annars að hún þyrfti að vera þrjú ár í félaginu til að bjóða sig fram og var að lokum rekin úr félaginu. Hún stefndi félaginu fyrir Félagsdóm með kröfur í sjö liðum en Sjómannafélagið krafðist frávísunar á sex þeirra. Félagsdómur hafnaði í dag þremur af sex frávísunarkröfum félagsins þannig að fjórar standa eftir. „Það eru aðalatriðin sem við viljum hafa inni. Það er að segja brottreksturinn og þessi þriggja ára regla. Hitt eru skaðabætur og miskabætur og eitthvað sem skiptir engu máli í þessu máli,“ sagði Heiðveig María eftir að niðurstaða Félagsdóms lág fyrir. Nú þegar þessi úrskurður hefur verið kveðinn upp er hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu tekur undir með henni um að vel megi una við niðurstöðu Félagsdóms. „En efnislega sýnist mér við vera að fara að fjalla um brottreksturinn og kjörgengið sem er gott. Það þarf að leysa úr því. Svo hélt hann inni kröfunni eða hafnaði frávísun á kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð sem við gerðum. Sem er gott því ef niðurstaðan verður Heiðveigu í hag er ljóst að lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa verið brotin. Þá eiga aðilar að greiða sekt samkvæmt lögum,“ segir Kolbrún. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 29. janúar að því gefnu að Hæstiréttur úrskurði áður ef Sjómannafélagið hugsanlega kærir niðurstöðu Félagsdóms. Heiðveigu og Kolbrúnu finnst hins vegar undarlegt að Sjómannafélagið ætli að halda aðalfund sinn hinn 27. desember, áður en aðalmeðferð málsins fer fram í Félagsdómi, þótt skorað hafi verið á félagið að bíða með fundinn. „Þannig að menn vissu þá hverjir væru kjörgengir og hvort viðkomandi væri í félaginu og svo framvegis. En þeir hafa alfarið hafnað því og ætla að halda öllu til streitu eins og ekkert sé,“ segir Kolbrún.Ertu hætt að berjast fyrir hagsmunum sjómanna? „Nei að sjálfsögðu ekki. Þetta eru einhverjir þyrnar sem búið er að strá einhvers staðar í götu okkar. Við höldum áfram ótrauð og erum að vinna á fullu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira