Enski boltinn

Gabriel Jesus: Þetta hefur haft áhrif á mig

Dagur Lárusson skrifar
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. vísir/getty
Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, segir að léleg spilamennska hans með City eigi mögulega rætur að rekja til lélegrar frammistöðu hans með Brasilíu í sumar.

 

Jesus hefur skorað aðeins þrjú mörk í deildinni hingað til en á sama tíma í fyrra var hann kominn með fleiri mörk. Hann segir sjálfur að hann HM í sumar hafi haft mikil áhrif.

 

„Ég fór á HM sem lykilleikmaður en ég endaði mótið markalaus. Það hefur mikil áhrif á þig.“

 

„Þetta særði mig andlega, fólk mun alltaf muna eftir Gabriel sem skoraði ekki á HM.“

 

Það var hinsvegar ekki aðeins heimsmeistaramótið sjálft sem hafði áhrif á hann heldur var hann ekki valinn í fyrsta landsliðshópinn eftir mótið en Tite ákvað að velja hann ekki.

 

„Ég verð að viðurkenna að ég var mjög ósáttur með þessa ákvörðun, en ég virði þó alltaf ákvörðun þjálfarana, sama hvort það sé Tite eða Pep,“ sagði Jesus.   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×