Enski boltinn

Sarri: Mikilvægt að læra af þessum mistökum

Dagur Lárusson skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að hann muni sýna leikmönnum sínum mynband af þeim mistökum sem þeir gerðu gegn Leicester til þess að koma í veg fyrir fleiri mistök í framtíðinni.

 

Chelsea tapaði 0-1 fyrir Leicester á laugardaginn en þrátt fyrir að vera meira með boltann þá náði liðið ekki að skapa sér almennilega færi. Þegar liðsmenn Leicester fengu boltann voru þeir síðan með hættulegar skyndisóknir.

 

„Auðvitað, við munum útbúa myndband til þess að sýna þeim fyrir leikinn. Fyrir hvern og einn einasta leik þá útbúum við myndband til þess að sýna leikmönnunum svo að þeir læri af mistökum sínum. Bæði einstaklingsmyndbönd og liðsmyndbönd.“

 

„Ég vil fyrst tala við allan hópinn, en síðan mun ég tala við þrjá, fjóra eða fimm leikmenn, ég veit það ekki á þessari stundu.“

 

„Við verðum einfaldlega að gera allt til þess að forðast sömu mistök í framtíðinni.“   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×