Fótbolti

Buffon farinn að leika jólasveininn í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon sem jólasveinninn.
Gianluigi Buffon sem jólasveinninn. Vísir/Getty

Gianluigi Buffon hélt upp á fertugsafmælið fyrr á þessu ári og það eru ekki margir eldri en hann á efsta stigi fótboltans.

Buffon er á sínu fyrsta tímabili með Paris Saint-Germain eftir að hafa spilað yfir 500 leiki fyrir Juventus frá 2001 til 2018.

Hvort sem það er aldurinn eða almenn góðmennska kappans þá var Buffon settur í það að leika jólasveininn fyrir Paris Saint-Germain eins og sjá má hér fyrir neðan. BBC þýddi það sem hann segir en hér enn neðar má sjá upprunalegu Twitter-færslu PSG.Gianluigi Buffon kom þarna nokkrum ungum stuðningsmönnum Paris Saint-Germain á óvart og fékk líka aðstoð frá liðsfélögum sínum Angel di Maria, Thiago Silva og Christopher Nkunku.

Gianluigi Buffon hefur leikið 13 leiki í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með PSG og er búinn að fá á sig átta mörk. Hann hefur haldið fimm sinnum marki sínu hreinu.

Þrír af þessum leikjum hafa verið í Meistaradeildinni en hann stóð í marki PSG í þremur síðustu leikjum liðsins í riðlakeppninni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.