Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi

Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila hefur verið kallað út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.
Allt tiltækt lið viðbragðsaðila hefur verið kallað út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Loftmyndir
Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við brúna yfir Núpsvötn.

Að því er segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra verður Suðurlandsvegur lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að búast megi við því að vegurinn verði lokaður í nokkra klukkutíma.

Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að sjö manns hafi verið í bílnum. Nokkrir séu alvarlega slasaðir og þá eru einhverjir enn fastir í bílnum. Verið sé að reyna að ná þeim út en bíllinn fór ekki í ána. 

Á vef Vegagerðarinnar má sjá að að hálka er á Suðurlandsvegi en stillt veður og eins gráðu hiti. Sveinn Kristján segir þokkalegt veður á vettvangi en hálkublettir í kring.

Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins og eru á leið á vettvang. Allt tiltækt lið viðbragðsaðila á Suðurlandi var einnig kallað út sem og björgunarsveitir frá Höfn og alveg að Selfossi verið kallaðar út.Uppfært klukkan 11:03: 

Að sögn Sveins Kristjáns er enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Einhverjir farþeganna eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:47.


Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017.Google Maps/Joseph MFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.