Enski boltinn

Tottenham nýtir sér klásúlu í samningi Alderweireld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alderweireld verður að öllum líkindum í herbúðum Tottenham þangað til sumarið 2020.
Alderweireld verður að öllum líkindum í herbúðum Tottenham þangað til sumarið 2020. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur staðfest að félagið muni nýta sér klásúlu í samningi Toby Alderweireld og að hann sé nú með samning til 2020.

Tottenham og Belganum hefur gengið illa að komast að samkomulagi um nýjan samning en núverandi samningurinn við varnarmanninn rennur út næsta sumar.

Í þeim samningi stendur að Tottenham geti framlengt samninginn við Toby um eitt ár. Pochettino staðfesti að félagið hafi gert svo þannig nú er hann með samning til sumarsins 2020.

Þó getur hann yfirgefið félagið í sumar komi tilboð upp á 25 milljónir punda en það tilboð verður að koma í síðasta lagi fjórtán dögum áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Sky Sports fréttastofan greinir frá því að Tottenham hafi verið reiðubúið að selja Toby síðasta sumar fyrir 25 milljónir punda en ekkert félag hafi verið tilbúið að borga þann pening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×