Enski boltinn

Mina skrifaði Everton í sögubækurnar: Fyrsta liðið í sjö þúsund mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yerry alsæll í gær.
Yerry alsæll í gær. víisr/getty
Markið sem Yerry Mina skoraði fyrir Everton gegn Burnley í gær var ansi þýðingamikið. Ekki bara fyrir úrslitin í leiknum heldur einnig fyrir sögu félagsins og deildarinnar.

Mina skoraði fyrsta markið er Everton rúllaði yfir Burnley, 5-1, en þetta er stærsti sigur liðsins á útivelli í deildinni síðan í september mánuði 1985.

Markið hjá kólumbíska varnarmanninum var sjö þúsundasta mark Everton í efstu deild á Englandi og skrifar hann þar með Everton í sögubækurnar því ekkert annað lið er komið með eins mörg mörk í topp deildum Englands.

Everton mun setja annað met á laugardaginn er þeir ferðast á suðurströndina og taka á móti Brighton. Þeir verða fyrsta liðið til að spila 4500 leiki í úrvaldseildinni en það er 334 leikjum meira en Liverpool og Arsenal sem hafa spilað 4115.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×