Valkvíði hjá Ole Gunnar Solskjær: Allt í einu kominn með sex framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur á blaðamannafundinum. Getty/Matthew Peters/Man Utd Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira