Valkvíði hjá Ole Gunnar Solskjær: Allt í einu kominn með sex framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 10:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur á blaðamannafundinum. Getty/Matthew Peters/Man Utd Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hélt blaðamannafund í morgunsárið þar sem hann fór meðal annars yfir leikmannamál United liðsins. Tveir öflugir framherjar hafa misst af tveimur fyrstu leikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins en það eru Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Anthony Martial missti síðan af síðasta leik."When you win, everyone is happy so let's just keep that run going," says Ole. "We've got to focus on our performance against Bournemouth and get three points because the last two games have been fantastic." #MUFCpic.twitter.com/6r55kbwzMb — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Solskjær sagði að þeir þrír hefðu allir tekið létta æfingu í gær en staðan á þeim komi betur í ljós á æfingu United-liðsins í dag. Framundan er leikur á móti Bournemouth á Old Trafford. Anthony Martial spilaði vel í fyrsta leik United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en missti síðan af leiknum á móti Huddersfield á öðrum degi jóla. En komast þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez hreinlega í liðið? United hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins.Solskjær tells Sánchez and Lukaku to step up at Manchester United | By @JamieJackson___https://t.co/kumcfaYON3 — Guardian sport (@guardian_sport) December 28, 2018„Ég get ekki sagt það núna. Ég hef verið að skoða leikmannahópinn og við erum með svo margra góða leikmenn. Í slíkri stöðu horfir maður bjartsýnum augum á næstu leiki,“ sagði Ole Gunnar. „Við erum með mikið sjálfstraust í okkar liði. Það er aftur á móti öðruvísi þegar þú ert stuðningsmaður því þá er auðvelt að segja hver á að spila,“ sagði Ole Gunnar og það má búast við smá valkvíða hjá honum þegar hann er kominn með fullfrískan leikmannahóp. „Allt í einu er ég kominn með sex framherja. Ég er núna með Romelu, Alexis, Anthony, Jesse, Marcus og Juan,“ sagði Ole Gunnar."He's one of the top, top players in the world." Ole Gunnar Solskjaer on @PaulPogba... #MUFCpic.twitter.com/s1afKz0VW1 — Manchester United (@ManUtd) December 28, 2018Paul Pogba hefur blómstrað síðan að Solskjær tók við en getur hann haft sömu jákvæðu áhrif á þá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez? Þeir voru líka langt frá sínu besta undir stjórn Jose Mourinho. „Ég geri ekki hlutina fyrir þá inn á vellinum. Paul Pogba tókst það og ég hef rætt við þá Anthony, Romelu og Alexis. Ég er hér til að beina þeim í rétt átt og það er síðan undir þeim komið að standa sig inn á vellinum. Þeir verða að nýta tækifærið þegar það kemur. Þannig er staða fótboltamannsins, hann verður að gera hlutina sjálfur inn á vellinum,“ sagði Ole Gunnar. „Ég hef gefið leikmönnum ákveðnar viðmiðunarreglur um hvernig þeir eiga að haga sér og tjá sig. Þannig hef ég alltaf haft það sem stjóri. Ég legg áherslu á að þeir njóti þess að spila fyrir þetta félag vegna þess að þetta er besti tíminn í þeirra lífi. Það er ekkert alslæmt að vera stjóri þess í smá tíma,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira