Enski boltinn

Klopp fagnar fréttunum af Oxlade-Chamberlain

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar Meistaradeildarsigri á móti Manchester City á síðustu leiktíð.
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar Meistaradeildarsigri á móti Manchester City á síðustu leiktíð. Getty/Laurence Griffiths
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar góðum fréttum af endurhæfingu Alex Oxlade-Chamberlain en segir að það sé engin pressa á stráknum.

Alex Oxlade-Chamberlain sást á myndum í vikunni þar sem hann var á Melwood, æfingsvæði Liverpool. Augljósar framfarir hjá þessum snjalla leikmanni sem var í stóru hlutverki á miðju Liverpool þegar hann sleit krossband í Meistaradeildarleik í lok apríl.





Jürgen Klopp býst við því Alex Oxlade-Chamberlain verði farinn að æfa af fullum krafti í febrúar. Þýski stjórinn segir góða stöðu á Uxanum vera bestu fréttirnar.

„Hann fékk að fara inn á grasið og allt leit eðlilega út. Við þurftum að bíða eftir einhverjum viðbrögðnum en þau komu aldrei,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannfundi fyrir leik á móti Arsenal á morgun.



„Það er engin pressa á honum svo ég sé hann kom inn á æfingar í lok febrúar eða í mars,“ sagði Klopp. Það voru ekki eins góðar fréttir af James Milner sem missir af leiknum á móti Arsenal vegna meiðsla.



 
 
 
View this post on Instagram
That feeling when you’re finally back out on the grass for the first time in 8 months

A post shared by Alex Oxlade-Chamberlain (@alexoxchamberlain) on Dec 24, 2018 at 10:13am PST



Alex Oxlade-Chamberlain meiddist á fimmtándu mínútu í Meistaradeildarleik á móti Roma 25. apríl síðastliðinn en hann missti ekki aðeins af úrslitaleik Meistaradeildarinnar heldur einnig af HM með enska landsliðinu.

18. júlí sagði Liverpool síðan frá því að líkur væru á því að Alex Oxlade-Chamberlain myndi væntanlega missa af stærstum hluta 2018-19 tímabilsins. Félagið ætlaði að gefa honum tíma til að ná sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×