Craig Bellamy var nálægt því að enda feril John Arne Riise með golfkylfu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 29. desember 2018 10:06 Bellamy með golfsveifluna eftir markið gegn Barcelona Guardian Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Ótrúlega sögu má finna í nýrri ævisögu Norðmannsins John Arne Riise, fyrrum leikmanns Liverpool en liðsfélagi hans hjá enska stórliðinu, Craig Bellamy var nálægt því að eyðileggja feril Riise með golfkylfu. Skömmu fyrir útileik Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2007 fór liðið í nokkra daga til Algarve á Spáni til að slaka á, og hlaða batteríin fyrir komandi átök í Meistaradeildinni. Liverpool dvaldi þar í fimm daga og voru aðeins léttar æfingar, slakað á í sólinni og spilað golf. Á fimmtudagskvöldi var ákveðið að leikmenn Liverpool myndu halda til kvöldverðar, án þjálfar og annarra úr starfsliðinu, aðeins leikmenn voru leyfðir. Áfengi var leyft og fór það verr í suma heldur en aðra. Áður en borðhald hófst var Craig Bellamy búinn að fá sér nokkra bjóra, og hann fór í karíókí tækið sem var á staðnum og vildi sjá Riise taka lagið. „Riise ætlar að syngja! Riise ætlar að syngja!“ Bellamy byrjaði að öskra í míkrafóninn áður en maturinn var lagður á borð og hélt því áfram þegar leikmenn átu matinn. Hann var orðinn drukkinn, og Riise fannst hann orðinn ansi böggandi. Bellamy hélt áfram að öskra í míkrafróninn og var Riise búinn að fá nóg. „Ég mun ekki syngja! Haltu kjafti eða ég kýli þig!“ sagði Riise við Bellamy. „Ég mun drepa þig rauðhærða fíflið þitt!“ sagði Bellamy brjálaður við Norðmanninn. Riise yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar með Sami Hyypia og fór að sofa í sínu herbergi. Hann skildi eftir opið því herbergisfélagi hans, Daninn Daniel Agger vildi vera áfram á veitingastaðnum. Síðar um nóttina vaknaði Riise og bjóst hann við að Agger væri mættur. En með hálfsofin augu sá Riise hins vegar eitthvað glampandi og áttaði hann sig á að þetta var ekki Agger. Þá sá hann Bellamy með golfkylfu í hendinni. Steve Finnan var herbergisfélagi Bellamy og var hann líka í herbergi Riise en hann stóð bara í dyragættinni. Bellamy sló þá af fullum þunga með golfkylfunni í átt að sköflungi Riise, en Norðmaðurinn náði að færa löppina frá. „Þetta hefði getað endað ferilinn minn.“ „Enginn niðurlægir mig svona fyrir framan strákana!“ öskraði Bellamy á Riise. „Mér er sama þótt svo ég fari í fangelsi! Börnin mín eiga nóg af pening fyrir skóla og öllu. Mér er sama. Ég mun lemja þig!“ Bellamy sló þá aftur af fullum þunga, og hitti í þetta skiptið í mjöðmina á Riise. Fullur af adrenalíni fann Norðmaðurinn ekki fyrir sársaukanum. Á meðan allt þetta gerðist stóð Steve Finnan enn í dyragættinni. Bellamy baðst síðar fyrirgefningar á þessu, en það var aðeins vegna pressu frá stjóranum Rafael Benitez. Hann var sektaður um 80.000 pund sem er tæpar 12 milljónir íslenskar krónur. Nokkrum dögum síðar mætti Liverpool á Nou Camp og bar sigurorð á Barcelona, 2-1. Barcelona komst yfir en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Bellamy. Hann fagnaði með því að hlaupa í átt að hornfánanum og lét eins og að hann væri að sveifla golfkylfu. Riise var ekki ánægður með fagnið. Sigurmarkið skoraði svo sjálfur Riise og fögnuðu Bellamy og Riise innilega.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira