Gylfa brást bogalistinn á vítapunktinum í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson klúðrar vítinu.
Gylfi Þór Sigurðsson klúðrar vítinu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu er Everton gerði 2-2 jafntefli við Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.Everton byrjaði vel og eftir ágætis sókn var það Richarlison sem kom Everton yfir eftir stundarfjórðung. André Gomes gaf laglega sendingu á Richarlison sem kláraði færið vel.Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þangað til á 63. mínútu er gestirnir jöfnuðu. Þeir áttu skot í stöngina sem fór í hnéð á Seamus Coleman og í eigið net. Sjálfsmark og allt jafnt.Innan við mínútu síðar voru gestirnir komnir yfir. Roberto Pereyra átti fyrirgjöfu sem rataði beint á höfuðið á Abdoulaye Doucoure sem stangaði boltann í netið.Everton fékk vítaspyrnu til þess að jafna metin og Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn en lét Ben Foster verja frá sér. Gylfi klúðrað tveimur af síðustu þremur vítum sínum í Everton-búningnum. Ólíkt FH-ingnum.Það var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma er Everton jafnaði metin. Heimamenn fengu aukaspyrnu og það var fyrrum Börsungurinn Lucas Digne sem skrúfaði boltann smekklega í netið. Lokatölur 2-2.Everton er í sjöunda sætinu með 24 stig en Gylfi spilaði allan leikinn. Watford er í tólfta sætinu með 21 stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.