Gylfa brást bogalistinn á vítapunktinum í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson klúðrar vítinu.
Gylfi Þór Sigurðsson klúðrar vítinu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu er Everton gerði 2-2 jafntefli við Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Everton byrjaði vel og eftir ágætis sókn var það Richarlison sem kom Everton yfir eftir stundarfjórðung. André Gomes gaf laglega sendingu á Richarlison sem kláraði færið vel.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þangað til á 63. mínútu er gestirnir jöfnuðu. Þeir áttu skot í stöngina sem fór í hnéð á Seamus Coleman og í eigið net. Sjálfsmark og allt jafnt.

Innan við mínútu síðar voru gestirnir komnir yfir. Roberto Pereyra átti fyrirgjöfu sem rataði beint á höfuðið á Abdoulaye Doucoure sem stangaði boltann í netið.

Everton fékk vítaspyrnu til þess að jafna metin og Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn en lét Ben Foster verja frá sér. Gylfi klúðrað tveimur af síðustu þremur vítum sínum í Everton-búningnum. Ólíkt FH-ingnum.

Það var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma er Everton jafnaði metin. Heimamenn fengu aukaspyrnu og það var fyrrum Börsungurinn Lucas Digne sem skrúfaði boltann smekklega í netið. Lokatölur 2-2.

Everton er í sjöunda sætinu með 24 stig en Gylfi spilaði allan leikinn. Watford er í tólfta sætinu með 21 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira