Um fjórðungur landsmanna með hund á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2018 15:46 Hund er að finna á fjórða hverju heimili á landinu. Vísir/vilhelm Hundaeign vex lítillega á milli ára en um fjórði hver Íslendingur býr á heimili með hundi. Almennt hefur dýrahald landans þó lítið breyst frá árinu 2015 en hundar og kettir eru enn sem áður vinsælustu gæludýr landsmanna. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 24% svarenda einn eða fleiri hunda vera á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera að finna á heimilum sínum. Ef litið er til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2015 má sjá að lítil breyting hefur orðið á gæludýrahaldi landans en hundahald hefur aukist um 4 prósentustig frá síðustu mælingum og kattaeign minnkað um 2 prósentustig.Munur eftir lýðfræðihópum Gæludýrahald reyndist algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%) og var mestan mun að finna í hundahaldi en 26% karla sögðu einn eða fleiri hund að finna á heimili sínu, samanborið við 22% kvenna. Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að halda gæludýr (47%). Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 ára en svarendur á aldrinum 30-49 ára voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja ketti (21%) eða annars konar glæludýr (11%) vera að finna á heimilum sínum. Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%). Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust. Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri. Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hundaeign vex lítillega á milli ára en um fjórði hver Íslendingur býr á heimili með hundi. Almennt hefur dýrahald landans þó lítið breyst frá árinu 2015 en hundar og kettir eru enn sem áður vinsælustu gæludýr landsmanna. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 24% svarenda einn eða fleiri hunda vera á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera að finna á heimilum sínum. Ef litið er til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2015 má sjá að lítil breyting hefur orðið á gæludýrahaldi landans en hundahald hefur aukist um 4 prósentustig frá síðustu mælingum og kattaeign minnkað um 2 prósentustig.Munur eftir lýðfræðihópum Gæludýrahald reyndist algengara hjá körlum (43%) heldur en konum (38%) og var mestan mun að finna í hundahaldi en 26% karla sögðu einn eða fleiri hund að finna á heimili sínu, samanborið við 22% kvenna. Svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast ekki búa með gæludýrum á heimilum sínum (80%) en þau á aldrinum 30-49 ára voru líklegust til að halda gæludýr (47%). Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 ára en svarendur á aldrinum 30-49 ára voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segja ketti (21%) eða annars konar glæludýr (11%) vera að finna á heimilum sínum. Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%). Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (60%), Miðflokks (49%) og Pírata (48%) reyndist líklegast til að segjast hafa gæludýr á heimili sínu en stuðningsfólk Vinstri grænna (23%) og Samfylkingar (32%) ólíklegust. Hundahald reyndist mest hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (48%), stuðningsfólk Píratar (24%) var líklegast til að segja ketti að finna á heimilum sínum og stuðningsfólk Miðflokks (20%) reyndist líklegast til að halda annars konar gæludýr. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 22. október 2018 og var heildarfjöldi svarenda 964 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira