Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 18:03 Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. Vísir/Arnar Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34